31.5.2011 | 11:51
Skemmtilegir myndbútar og tökur en....
Þetta er eflaust skemmtilegt hjá strákunum og heilmikið fyrirtæki og æfintýri að taka svona upptökur en það er eitthvern veginn furðulegt að Íþróttalið sem þarf á á ósvikinni næringu og orku að halda til árangurs í fremstu röð skuli vera að auglýsa þessa næringalausu sykruðu drykki sem ekkert eru nema óhollustan og gefa ekkert af sér nema slæmt fyrir líkaman þó sumum þyki bragðið gott þó er Coca-cola auðvitað rusladrykkur frá A-Ö eins og aðrir gosdrykkir sem mættu alveg missa sín mín vegna.......nema í útilegum þegar þarf að blanda :)
En Coca -Cola keðjan á Peninga í massa vís og það er það sem heimurinn gengur fyrir og þá er hægt að fá heilsu liðið til að auglýsa óhollustuna með bros á vör og allir ánægðir nema foreldrar sem þurfa að berjst við þessa gosdrykkja fíkn hjá börnunum sínum með uppeyddum og sýruétnum tönnunum eins og ég sjálfur hef fengið minn skerf af og borgað á aðra milljón til að laga vegna sýruáts og eyðingar af þess völdum gegnum árin.
Hvernig væri að fólk sem á allan sinn árangur undir að vera með góða heilsu auglýstu frekar heilsuvörur til að vera málstað sínum samkvæmur?
Þetta er svipað og að Páfinn væri að auglýsa smokka eða nunnur að auglýsa G-strengi,bara passar ekki við málstaðinn sem viðkomandi stendur fyrir.
Heitustu strákar Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Riddarinn
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heilsudrykkirnir hafa ekki sama fjármagn og rusldrykkirnir, það er vandamálið :) Ekki að ég sé samt ósammála þér.
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.