Ég bjó þarna á Koh Samui fyrir 3 árum og fékk að kenna á þessum hrikarlegu rigningum sem virðast koma úr opnum flóðgáttum himins svo dögum skiptir og hreint með ólikindum hversu mikið vatnsmagn streymir viðstöðulaust.
Hringdi þangað út núna og talaði við vinafólk sem sagði ástandið ansi Blautt, sumstaðar 1 metra djúpt vatn á almennum vegum og fólk er fast á Fulgvellinum á Eyjunni sem er frumstæður og skjóllítill en það er hvergi hægt að komast til né frá vellinum og eftir 8 daga stanslausa rigningu þá veit enginn hvenær styttir upp og allt í klessu.
Hérna eru nokkrar myndir sem ég tók rétt hjá mínu heimili þegar ringt hafði nokkra daga og ófá húsin sem höfðu skolast niður með þessu "litla" bæjarlæk sem ruddi öllu á undan sér og heimilið mitt var fullt af vatni á sama tíma og öll gólfefni og fleyra ónýtt þann daginn.
Að berjast við snjó kunni ég en vatnið er gersamlega ósigrandi og til einskis að reyna að vinna þann náttúru harmleik þegar hæst stendur.
Þá er nú betra að vera á Íslandinu góða eins og er.
Mikil flóð í Suður-Taílandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Riddarinn
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl eins og er segir þú já það er rétt hjá þér.
Sigurður Haraldsson, 29.3.2011 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.