Læknar í kreppu? ÓNei!! Bara gráðugir upp til hópa.

Það eru margar hliðar á þessu máli og deginum ljósara þrátt fyrir væl og skæl lækna um að þeir hafi varla laun verkamanns þá er það helvítis kjaftæði að þeir hafi ekki mannsæmandi laun, endemis þvæla þegar þeir eru að þessu væli.

Málið er einfaldlega að þeir sjá möguleika á miklu hærri launum erlendis og græðgin talar sínu máli og ræður för.

Það er óþolandi þegar þessar starfs stéttir stunda sitt nám hérlendis og Íslenska kerfið og þar með almenningur hrúgar peningum í menntun þeirra með skattpeningum að það sé ekki hægt að setja skyldu á þá að vinna vissan tíma hérlendis til að þeir gjaldi til baka það sem þeir hafa fengið borgað undir rassgatið á sér í menntakerfinu hérlendis.

Það virðist vera sama hvert litið er, allir að hugsa um sjálfa sig og engan annan og þess vegna er Íslenska þjóðin og efnahagskerfið eins og hjá vanþróuðu ríkjunum og allt á leið til Helv.....Devil

Það er einfaldlega ekki endalaust hægt að láta læknastéttir komast upp með það að blóðmjólka kerfið og þurrausa alla sjóði í valdi mikilvægis síns og þeirrar staðreyndar að þeir geta bjargað mannslífum.

Óþolandi kverkatak sem læknar hafa á almenningi og kerfinu og þetta væl um meiri laun alla daga er þreytandi og ósanngjarnt gagnvart almenningi sem hefur margfalt lægri laun en þessi háu herrar sem tilheyra læknastéttinni sem endalaust væl yfir blankheitum.

 

 


mbl.is Læknarnir leita til útlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll,

Ég á konu sem er læknir og hún lærði erlendis.  Því miður getur hún ekki unnið yfirvinnu og helgarvinnu en vinnur ávallt frá klukkan 8 á morgnanna til 17 á daginn, stundum lengur en ekki er greitt fyrir þá vinnu.

 Hún er með brúttó laun uppá  370.000.  Ég spyr því þig hvort þér þykir það of mikið fyrir lækni sem engin menntun var borguð fyrir, er með verðtryggt námslán uppá 9 milljónir?

kv.

J (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 14:06

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

370.000 kr ef þetta er satt þá er eitthvað meiriháttar að hjá okkur því að flestir sem vinna í bankageiranum eru með hærri laun en þetta og þar er ekki verið að vernda líf heldur þvert á móti taka það!

Sigurður Haraldsson, 27.10.2010 kl. 15:15

3 identicon

Það er alveg ótrúlegt að til séu fullorðnir menn vælandi um græðgi annarra. Eins og að græðgi sé slæm. Samfélög þróast vegna þess að hver hugsar um sjálfan sig. Hafa allt gert. Munu alltaf gera. Þetta með bankana hefur ekkert með frjálsa markaði að gera. Þeir eru því miður ekki frjálsir í dag.

Það sorglegasta er að eftir 30 ár mun hér á þessu bloggi vera gamall maður, sem hefur ennþá ekki lært neitt, og er enn að væla um hluti sem hann myndi ekki væla um ef hann vissi aðeins betur.

Jón Arason (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 15:44

4 identicon

Reyndar er það samt rétt hjá þér að margir læknar, skv. orði götunnar misstu sig í góðærinu með gjaldeyrislánum hægri vinstri.. þannig að þeir neyðast núna til að flytja tímabundið út til að geta átt efni á að greiða lánin sín niður.

En ekki reyna að halda því fram að þú sért svo mikill öðlingur að værir þú læknir, þá værir þú svo mikill engill að þér væri alveg sama um launin þín. Svona hugsunarhátt prófuðu kommúnistarnir í Sóvétríkjunum. hann virkar ekki. það er kominn tími á að fólk átti sig á því.

Jón Arason (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 15:56

5 identicon

Ég get ekki orða bundist. Maðurinn minn er læknir og útborguð laun eru misjöfn og fara mikið eftir vaktaálagi. Í þeim samdrætti sem hefur orðið í heilbrigðiskerfinu hefur verið markvisst unnið að því að fækka vöktum og þær eru hreinlega ekki í boði sums staðar. Þar sem eingöngu er dagvinna í boði eru úborguð laun rétt rúmar 200.000 krónur! Ég gæti trúað að hann gæti fengið hærri laun við vinnu sem krefst mun minni þekkingar og þar sem mun minni ábyrgð er lögð á hans herðar.

Þeir sem eru mikið í vaktavinnu fá vissulega hærri laun. En það er ekki nema eðlilegt að fólk fái greitt auka álag fyrir að vera í yfirvinnu eða vinnu um kvöld, nætur eða helgar. Annars vildi varla nokkur maður vinna á þessum tíma!

Það sem oft gleymist í umræðunni, og fór mjög fyrir brjóstið á mér við lesturinn, er sú staðreynd að læknar og annað menntafólk fær engar GJAFIR frá ríkinu. Meðan hinn vinnandi maður safnar sér peningum er námsmaðurinn á lánum og námslánin þurfum við að borga! Og ekki bara námslánin heldur skuldahalann sem yfirleitt fylgir námi þar sem námslánin duga hreinlega ekki til framfærslu. Námslánin er greidd með fastri greiðslu árlega árlega en auk þess hlutfallsgreiðslu af laununum. Þetta er aldrei reiknað inn í dæmið þegar rætt er um laun menntafólks.

Ég held að riddarinn ætti að hætta að öfundast út í fólk sem fær skítalaun fyrir mjög erfiða vinnu þar sem venjuleg dagleg ákvörðun getur haft mikil áhrif á líf eða líðan annarra einstaklinga.

Riddarinn mætti einnig hugsa um afleiðingar þess að læknar flýja land vegna þess launafangelsis sem þeim og öðrum heilbrigðisstarfstéttum er haldið í! Þetta er grafalvarlegt mál og kemur græðgi ekkert við. Ég efast um að fólki finnist almennt það spennandi að flytjast úr landi frá fjölskyldu og vinum. Gæti hugsast að læknar eins og aðrir séu í vanda vegna þess að laun þeirra duga ekki til að ná endum saman? Gæti verið kæri Riddari að læknar séu að taka skynsemisákvarðanir fyrir sig og sínar fjölskyldur? Ég held að riddarinn ætti að hugsa sitt mál áður en hann dæmir fólk og setur í flokka af því er virðist aðeins af öfundinni einni saman? Kæri riddari, þú þarft ekki að öfunda lækna, þeirra staða er alls ekki öfundsverð.

H (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 16:44

6 identicon

Ég vil taka undir með H. Það er rétt að taka það sérstaklega fram að formlegt nám í læknisfræði eru 6 ár. 3 síðustu árin eru unnar launalausar vaktir á Landspítala undir því yfirskini að um nám sé að ræða. Hvaða gráðugu einstaklingar vinna launalausar vaktir í 3 ár? Leggjast í 6 ára nám til að hljóta örlitla hækkun í grunnlaunum umfram t.a.m. smið, pípara, viðskiptafræðing o.s.frv.? Ég hef séð útreikning á því að það hreinlega borgi sig ekki að leggjast í nám í læknisfræði á Íslandi þar sem vonin um laun í framtíðinni borga alls ekki upp tapað tækifæri til launatekna þau 6 ár sem námið tekur. Til að gera þetta ennþá verra þá er til fólk eins og þú sem sakar lækna um græðgi, að kunna ekki sitt fag eða að hómópatar séu eftir allt saman miklu betri! Þetta er til SKAMMAR!

Blahh (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 17:19

7 identicon

Já ég verð að fá að bæta við mína fyrstu færslu.

Vissulega eru sumir læknar sem fá mjög mikið borgað, t.a.m. þá sem starfa sumstaðar úti á landi.  Hafa verður þó í huga að þeir eru á vakt allan sólahringinn og geta ekki leyft sér sömu hluti og aðrir, þetta á við sjómenn líka. 

En áfram með konuna. Hún fór í 6 ára nám (erlendis) og tók námslán allan þann tíma, það stendur í dag um 9 milljónir. Til viðbótar þessu þá tók hún eitt ár sem kandídat og hún hefur starfað á spítala nú yfir 4 ár.  Samt eru laun hennar einungis 370.000/250.000 eftir skatta og skyldur til samfélagsins.  Enda getur hún ekki unnið yfirvinnu eins og kom fram hér áður.

Tökum nú einfallt reiknidæmi:

A) Er læknir og með mánaðartekjur uppá 370.000.  Viðkomandi hefur 11 ára nám að baki (með menntaskóla, háskólanámi og kandidat ári).  hann er því kominn á vinnumarkaðinn 27 ára gamall.  Hann vinnur til 66 ára aldur og fær því miðað við verðlag í dag 263.000 * 12 = 3.156.000 á ári í laun og 123.084.000 fyrir starfsævina.

B) Er ómenntaður læknir í almennu afgreiðslustarfi og er með mánaðartekjur uppá 230.000/ útborgað 182.000 * 12 = 2184.000 eða 109.200.000 fyrir starfsæfina.

Samkvæmt þér mun gráðugi læknirinn sem er undir miklu álagi í vinnunni þar sem sjúklingar því miður deyja fá 13.884.000 krónum meira útborgað yfir starfsæfina.  Svo á auðvita eftir að taka frá námslánið þannig að ég held að það verði ekki svo mikill munur þegar upp er staðið.   Kallar þú þetta græðgi?

Vindum okkur nú að okkur hjónunum:

Hún er læknir og ég er með mastersgráður og tvær háskólagráður.  með því að fara til norðurlandanna þá hækkum við í launum um ríflega 140%, hún meira en ég þar sem enn eru launin mín samkeppnishæfari.  Er það græðgi okkar að flytjast til ekki síðra samfélags og fá mun meira greitt fyrir þá vinnu sem við ynnum að hendi?  

p.s. mér finnst líka magnað að þú skulir nefna það sérstaklega að ríkið sé búið að borga undir rassgatið á læknunum í náminu.  Það er nú einmitt hluti af okkar velferðarkerfi að menntun er frí / svo næst sem.  Færð þú ekki sömu réttindi og aðrir hér á landi þó þú hafir búið erlendis á draumaeyju í hartnær þrjá áratugi og ekki silað skattagreiðslum til landsins?

kv

j (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Riddarinn

Höfundur

Riddarinn
Riddarinn

Með mínar skoðanir og stundum þarf að segja þær hreint og beint 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 82E338CD-F075-4AB9-9F84-2AEDE82C466D
  • image
  • ...imgp0201
  • ...imgp0200
  • ...imgp0202

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 85058

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband