21.4.2009 | 11:14
Tannlæknar og Sérfræðingar á Íslandi herði sultarólina!
Það er augljóst að þessi endalausu vandamál varðandi Tannlækningar og Sérfræðiþjónustu lækna á Íslandi leysist ekki nema bæði ríkið og læknar vinni saman að því að gera mögulegt fyrir venjulegan Íslending sem er ekki með troðið veski að sinna eigin heilsu og tönnum eins og eðlilegt er með raunsæjum gjaldskrám og að Tryggingastofnun endurskoði líka sínar viðmiðanir.
Tannlæknar og Sérfræðingar mjólka einfaldlega kerfið ef endalaust er niðurgreitt og hafa gert það í gegnum tíðina svo lengi sem ég man eftir og komast upp með það í skjóli mikilvægi þess að almenningur hefur ekki um annað að velja ef það vill halda heilsu.
Eins er með þau fyrirtæki sem sérhanna stoðtæki og allskonar konar útbúnað sem TR borgar fyrir, þessi þjónusta er verðlögð eins og um gullskreytt tæki sé að ræða.
Móðir mín þurfti t.d. upphækkun á sérsmíðuðum skóm hjá Össur sem kostaði tugi þúsunda af því að TR borgaði brúsann.Seinna fór ég með sama verk til Skósmiðs og fékk það á 1-2 þúsund. Mörg hundruð prósent munur á sama verkinu af því að TR borgaði brúsann og verkið líklega framkvæmt af Gullgerðarmönnum hjá Össur. Þvílíkt rán á skattpeningum okkar sem þessi fyrirtæki stunda þó þau vinni nú líka gott verk þá má nú öllu ofgera í græðginni.
(Enda malar Össur Gulli hvern einasta dag meðan eigandinn siglir á glæsiskútunni sinni um heimsins höf með bros á vör )
Mér hefur líka alltaf þótt blóðugt að vita að þegar ég er búin að borga sérfræðingi 4-5000 kr. fyrir nokkrar mínútu viðtal að viðkomandi læknir fari svo í Tryggingastofnun og fái aftur svipaða eða jafnvél margfalda fjárhæð borgaða frá Ríkinu því það sem ég borga ætti að vera meira en nóg fyrir þessar fáu mínútur.
Fyrir nokkrum árum þurfti ég að setja postulíns krónur á allar tennur í neðri góm þar sem ég er einn þeirra þúsunda Íslendinga með Vélinda bakflæði sem veldur því að tennur hreinlega bráðna undan sýru sem gengur upp frá meltingarfærum og það var áætlað ein milljón.Þar sem Vélinda bakflæði er sjúkdómur gefur Tryggingastofnun sig út fyrir taka 75% af kostnaðinum sem ætti samkvæmt minni stærðfræðikunnáttu að vera 750.000 af milljón en TR er bara i orðaleik með þessar tölur sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum.
TR er nefnilega með sína eigin verðskrá gagnvart Tannlæknum sem hún borgar 75% af, en sú verðskrá er alveg út takti við raunveruleikan sem blasir við í gjaldskrá Tannlæknanna sjálfra og því endaði þeirra 75% niðurgreiðsla í c.a. 25% í stað 75% sem TR gefur svo rausnarlega upp sem niðurgreiðslu í sínum almennu upplýsingum.
Ég átti að fá 75% endurborgað TR vegna þessara Tannlækninga en ég fékk aðeins 25% í endann því þeir borga ekki eftir reikningi heldur ímynduðum óraunhæfum tölum sem eru gersamlega út í hött á þessari öld og bara til í hugarheimi TR , engum öðrum nema TR á Íslandi dytti í hug að hægt væri að fá þetta verð á Tannlækningum nokkur staðar í Norðurlöndunum.
Svo las ég fréttir stuttu seinna þar sem Tryggingastofnun var hrósað fyrir svo svakalega góða útkomu út úr niðurgreiðslu á tannlækningum því þeir höfðu bara notað helmingnum af því sem áætlað hafði verið í niðurgreiðslur fyrir það árið, allt æðislegt og allir hamingjusamir í TR með svona flottar tölur sem eru bara bull og kjaftæði og í engum takti við raunveruleikann sem sjúklingurinn þarf að lifa við.
Hvernig sem ég reikna aftur og aftur þá fæ ég ekki séð að þær 750.000 sem ég borgaði af Milljón séu 25% sem átti að vera hluti sjúklings heldur 75%.
Svo reikna ég enn og aftur og sé ekki að þessi 250 þúsund sem TR borgaði í endann sé 75% af þeirri milljón sem viðgerðin kostaði.
Ég er nú ekki stærðfræði snillingur en það þarf nú varla til að sjá að talnaspekin er ekki mikil hjá sumum ríkisstofnunum.
Hvað þarf marga Stærðfæði snillinga í vinnu hjá TR til að komast að sannleikanum?
![]() |
Áfall að sjá hve aðsóknin var mikil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2009 | 10:11
Alltaf sleppa tryggingarnar við að borga brúsann.
Hvernig í ósköpunum stendur á því að eigandinn sem lánaði bílinn til reynsluakstursins fær ekki tjónið borgað frá tryggingum og að tryggingarnar eigi svo endurkröfurétt á ökumanninn sjálfan.
Er það sök eigandans þó þessi maður hafi keyrt eins og brjálaður?
Ef ég væri með bílinn minn í Kaskó og ég væri með bílinn minn á bílasölu og hann væri kökukeyrður eftir að bílasali hefði afhent einhverjum bílinn til reynsluaksturs þá myndi ég væntanlega lítið vita af því þar sem ég væri kannski staddur heima hjá mér og hvers vegna í ósköpunum ætti þá Tryggingarfélagið að sleppa með að bæta tjónið sem ég tryggði mig fyrir?
Til hvers vegna að kaskó tryggja bíl ef svona tjón eru ekki bætt þar sem eigandi hefur kannski ekki grænan grun og er ekki spurður um það hverjum er hleypt undir stýri af öðrum aðila á Bílasölu.
Tryggingfélög virðast ansi oft sleppa með skrekkinn á kostnað viðskiptavina sinna sem þeir eru að gefa sig út fyrir að vera að vernda fyrir okurfé í iðgjöldum.
Að vísu þekki ég ekki tilvik í þessu máli sem fjallað er um í greininni en ég þekki hins vegar tilvik þar sem tryggingarfélagið Sjóvá reyndi að taka mig í rassgatið ósmurt og fór í endalaus þrætuferli og neitaði að borga í 2-3 ár þær bætur sem þeir áttu að borga þar sem ég var farþegi í bíl og skýldu sér svo á bak við fáránlegan fyrirslátt því það var verið að vona að ég myndi ekki þora að fara í mál.
Svo þegar málið var búið að vera á stoppi í tæplega 3 ár og það loksins komið fyrir dóm það var bara sagt með bros á vör fyrir utan dómsal áður en málið var tekið fyrir "já við borgum allt eins og farið er fram á"!!!!! Eftir 3ja ára bið !!!!!
Þeir vissu allan tímann að þeir þyrftu að borga, bara gerðu eins og þeir gera mjög oft sérstaklega við yngra fólk að reyna að kúga fólk til að gefast upp og fara sína leið með skítinn í skónum.
Tryggingar láta bara á það reyna hvort maður þori í slaginn við ofurefli lögfræðinga þeirra og margir gefast upp og hugsa að þetta sé alveg vonlaust og Tryggingarnar hljóti að hafa rétt fyrir sér og viti hvað þeir eru að gera.
Þeir hafa það einfaldlega ekki, þeir hafa hinsvegar engu að tapa því fólk gefst oft upp og þorir ekki að berjast í málum þar sem það þekkir ekki sinn rétt.
Enda lúra Tryggingarfélög á tugum milljarða í sjóðum sem eru einskonar biðsjóðir vegna tjóna og félögun nota þessa sjóði til að braska með og fjárfesta í hinu og þessu meðan þeir sem fyrir tjónunum verða verða að bera tjónið sjálfir í nokkur ár þar til dómur fellur í málinu og þá eru ef ég man rétt 1% vextir borgaðir á skuldina þann tíma (allavega ótrúlega lág prósenta) sem Tryggingarfélagið þarf að borga meðan þeir hafa haft peninginn á bullandi vöxtum annarstaðar í mörg ár.
En það er eitt tryggingarfélag sem ég ber góða söguna í þessu máli því ég var sértryggður þar vegna slysatjóns og það er Tryggingarmiðstöðin, þeir voru ekki með neinn fyrirslátt eða kjaftæði og sáu strax hvernig í málinu lá og komu eðlilega og vel fram og bættu það sem að þeim stóð og komu vel fram í alla staði.
Sjóvá er einfaldlega skítafélag og þó það séu fjölmörg ár síðan þetta slysamál kom upp var þá mun þetta álit varla breytast í bráðina því ég heyri endalaust svona frásagnir um Sjóvá og hvernig þeir vinna sín mál.
![]() |
Eigandinn ber tjónið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.4.2009 | 17:53
Ná þá ekki hryðjuverkalögin yfir Pakistan líka.
Ég get ekki séð að það sé nokkuð því til fyrirstöðu að Pakistan sé sett á þennan Hryðjuverka lista sem Ísland var sett á.
Eiga Hryðjuverkalögin kannski ekki við alvöru Hryðjuverkamenn heldur bara við smáþjóð lengst úti í ballarhafi sem getur ekki hönd reyst gegn níðingaskap risaþjóðar sem kúgar litla þjóð niður í skítinn og setur hana á lista yfir Hryðjuverkaríki sem mun koma Íslandi illa um ókomin ár.
Greinilega ekki sama hvort það sé Jón eða Séra Jón.
![]() |
Spenna vegna hryðjuverka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2009 | 13:02
Skjóta þennann ruslalíð í loft upp.
Það er alveg kostulegt að þessi ribbaldalíður skuli komast upp með þetta og vera leyft að sigla í burtu margoft eins og maður hefur lesið um.
Maður skilur að þeir skuli taka þessar áhættur þar sem þetta lausnargjalda bull velltur á milljörðum og í þessum löndum eru þetta meiri peningar en fyrir Íslendinga því laun eru nánast engin fyrir almenning og fólk berst fyrir að lifa af.
Ættum við Íslendingar ekki að fara í svona útrás og afla Gjaldeyris?
Er það verra að ræna Útlendinga á skipum þeirra á hafi úti en að ræna allmenning öllum æfi sparnaðinum og gera það gjaldþrota með því að skuldsetja Þjóðina út úr kortinu og blóðmjólka almenning í endann en þeir seku geta haft áhyggjulaust æfikvöld því þessir menn eru búnir að koma góðum aukasjóð sem telja eflaust milljarða fyrir á Cayman eyjum eða álíka skjóli áður en allt fór á bullandi kúpuna.
![]() |
Sjóræningjarnir hvergi bangnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2009 | 08:46
Lokahlutverkið.
"Fegurst allra er feigur maður sem fela kann ótta sinn"
Þarna er Patrick Swayze að takast á við sitt síðasta og erfiðasta hlutverk og virðist takast á við það af miklu hugrekki.
Hverjir munu gagnrýna það hlutverk veit hann ekki frekar en við hin sem eftir sitjum.
Við munum öll þurfa að takast á við þetta hlutverk fyrr eða síðar þó fæstir sækist eftir því hlutverki og flestir óttist það meira en annað í lífinu.
Númer 1 er að nýta hverja stund og lifa lífinu lifandi það eins og Patrick Swayze hefur gert með glæsibrag þannig að eftir er tekið.
![]() |
Swayze kveður fjölskyldu og vini |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2009 | 12:09
Sise does matter.

![]() |
Lækkuðu mann svo hann passaði í líkkistu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.4.2009 | 11:22
Dýr er drátturinn í endann.
Ef þetta er ekki að borga vel fyrir sig fyrir nokkrar ánægjustundir , stórhættulegt að eiga of mikla peninga, það er alltaf verið að ræna þeim fyrir framan nefið á eigendunum af svona kellingum.
Og reyndar örfáir kallar eins og fyrrverandi hennar Maddonnu sem náði að kría út úr henni slatta af milljörðum við skilnað.
Ég óska hér með eftir að giftast forríkri konu í sirka. 1 ár. má ekki vera ofbeldisfull né skapvond og hlutabréf í ríkisbönkum eru ekki tekin til greina, Evrur og annar erlendur Gjaldeyrir er mjög vel liðinn og auka á ástarbrímann svo um munar
![]() |
Auðjöfur í mál við hjákonuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.4.2009 | 11:11
Og hverjir borga svo brúsann í endann?
Ef þetta er ekki að misnota sér aðstöðuna og klíkuskapur þá veit ég ekki hvað.
Að lána svona mörg hundruð milljónir í framkvæmdir sem eru langt frá því að vera þess virði er ekkert annað en misþyrming á reglum og hlýtur að vera lögbrot gagnvart hluthöfum fyrirtækisins sem er að lána því þarna er verið að henda peningum annara út í buskann því svona fjárhæð er bara draumur í dós að ætla sér að fá út úr sölu eða nauðungaruppoði á eigninni sjálfri.
Ef ég ætti hlut í banka sem lánaði milljónir í Norðurljósunum þá myndi ég ekki telja að vel væri verið að farið með mitt hlutafé og ekki væri mikil ávöxtun í þannig viðskiptum.
Svipað í þessu tilviki þó líklega fengist slumpur af miljónum út úr sölu á landinu og fokhelda virkinu með RISASTÓRA vínkjallaranum.
En ætli kaupendahópurinn væri stór núna?
Auðvitað er þetta einkamál hjá Sigurði hvernig farið hefur verið með annara manna peninga og hann langar ekkert að reyna að skýra frá því á góðann veg þannig að vel komi út fyrir hann og aðra tengdum honum.
ÞAÐ ER EINFALDLEGA EKKI HÆGT AÐ SKÝRA ÞETTA ÚT þANNIG AÐ ÞAÐ LÍTI SAKLAUST ÚT, LIGGUR Í AUGUM UPPI AÐ ÞETTA ER GERSAMLEGA ÚT Í HÖTT.
![]() |
200 milljóna veð í sveitasetri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2009 | 02:55
Já það er nú margt verra en að deyja sem Sigurvegari
Er ekki það versta að deyja svona á toppnum
![]() |
Lést eftir keppni í pönnukökuáti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2009 | 02:28
Ef þetta er ekki SPILLING þá veit ég ekki hvað.
Hvað voru menn eiginlega að hugsa
Það er eins og öllum hafi gersamlega verið skítsama hvort það væru möguleikar á að lánin yrðu borguð til baka.
Er þetta ekki vítavert kæruleysi og skemmdar verk gegn þjóðinni allri til framtíðar eða spilling sem þarf að dæma í eins og annarri spillingu svo fólk fái uppreisn æru og fólk læri að bera virðingu fyrir annarra manna peningum og það sé hugsað áður en það sé framkvæmt.
Þetta er einfaldlega saknæm framkoma í miklu ábyrgðar starfi þykir mér.
Eins og viðkomandi komist svo upp með allt án þess að missa spón úr Aski sínum og sigli sinn sjó með fulla vasa fjár, meiga þessir einstaklingar ekki verða fátækir eins og þeir hafa farið með fé almennigs og blekt þá sem fjárfestu í fyrirtækjunum og skekktu öll verð sér í hag með brellibrögðm
Hlaut að enda með ósköpum.
Ábyrgð TAKK FYRIR
![]() |
Lánuðu sjálfum sér milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Riddarinn
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar