4.2.2013 | 13:20
Líklega þreyttir á þessaru ýktu leit.....
Þeir hafa bara fengið sig fullsadda að þurfa að fara úr skónum fyrir gegnum lýsingu sem þarf ekki á öðrum flugvöllum sem eru þó í mun meiri hættu á því að verið sé að fara með einkvað sem ekki má fara með um borð.
Ísland þarf alltaf að vera svo ýkt í öllu þegar að svona löguðu kemur enda erum við auðvitað mest og best og þá hljótum við að vera með stórhættulega hryðjuverkamenn í hrönnum líka bíðandi eftir að komast um borð.
Hvað skyldi oft hafa komið upp hérlendis að það hafi einhver verið tekinn þarna í öryggishliðinu með einkvað sem var örugglega til þess gert að sprengja eða skaða flugvél?
Nokkuð viss um svarið.......aldrei
![]() |
Meinað að fara um borð vegna óláta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2013 | 18:33
Stórar fréttir fyrir Öryrkja atvinnulausa og allra með "háu"tekjurnar.
Já það er sko blessun fyrir alla þær þúsundir landsmanna sem er með mánaðarlegar bætur námslán eða aðrar tekjur upp á 135-160 þúsund að það sé hægt að láta 120 þúsund nægja fyrir mat og sannarlega tilefni til þess að slá upp partý fyrir allan afganginn.
Afgangurinn 15-40 þúsund sem eftir liggur hlýtur ætti að duga ríflega til að borga leigu(sem er auðvitað skítbilleg á Íslandi) síma hita tryggingar og jafnvel Bensín og auðvitað líka til fæða sig og klæða og lifa öllum lúxuslifnaðinum sem þessi hópur lifir samkvæmt því sem manni virðist að ríkisvaldið haldi að öll auðæfin í gullkrónunum okkar íslendinga dugi til.
Hipp Hipp Húrra nú kætast allir landsmenn ... sannarlega Jólin gengin í garð !!!!!
![]() |
Ætlar að elda fyrir minna en 30.000 á viku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.1.2013 | 08:56
Hárrétt hjá David Attenborough
Hann veit sínu viti hann Attenborough og það þarf ekki að líta lengra en á atvinnuleysi í heiminum sem er 200 milljónir til að sjá að fjöldinn er fáránlegur í heiminum miðað við þörfina.
Afkvæmi okkar eru ekki öfundsverð að þurfa að glíma við öll þau vandamál sem aukast dag frá degi sem fylgja þessum gríðarlega mannfjölda í hvert einasta skipti sem eitthver þjóðarleiðtogi segir að það þurfi að auka fólksfjölgun í landinu þá hristi ég einfaldlega hausinn því eftir að hafa ferðast meðal annars um Indland þá er þetta manni ljóslifandi staðreynd að fólksfjöldinn er hreint út sagt fáránlegur og mælirinn löngu fullur og vel það.
Mannkynið er að kafna í eigin úrgangi og við öflum ekki nægilegs fæðist til að framfleyta öllum þessum fjölda og og auðurinn fer á fárra hendur meðan hundruð milljóna manna sveltur heilu hungri...hvernig í ósköpunum á þetta bull að þetta að geta gengið til lengdar án þess að allt fari fjandans til?
![]() |
Vill hefta fjölgun mannkyns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
22.1.2013 | 03:23
"Hafa samband við Sjóvá"
Þegar ég las að það þyrfti að tala við Sjóvá sem ákvarðar bótaskyldu á þessum tjónum þá fann ég mikið til fyrir hönd þeirra sem urðu fyrir tjóni því að tryggja hjá Sjóvá er sama og að tapa og fá ekkert bætt því það skíta félag bætir aldrei nokkurn skapaðan hlut hvað sem á dynur, þeir fyrra sig bótaskyldu á allt og öllu og snúa bara rassgatinu framan í viðskiptavini sína og virða ekkert og segja bara við fólk að fara í mál sem fólk gerir sjaldnast og þeir sleppa þar að leiðandi við að borga helling af tjónum þótt séu eflaust bótaskildir ef það færi lengra í kerfinu.
Megi skítafélagið Sjóvá fara á bullandi hausinn og verða lagt niður til framtíðar : AMEN!
![]() |
Blæðandi þjóðvegur stórhættulegur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2013 | 00:17
æ æ æ æ
Er það skrítið að maður hafi enga meðaumkun með þessum náunga... "auga fyrir auga,tönn fyrir tönn" þetta verður vonandi bara hinum til varnaðar og fær menn til að hugsa um afleyðingarnar ef þeir misþyrma og nauðga og misþyrma og drepa næst.
Misþyrmingarnar sem þessir menn veittu konunni leiddu hana til kvalarfulls dauðdaga. Virðist oftast ekkert gert í þessum löndum við ofbeldisverkum á könum og kerfið algerlega lamað varðandi þessi mál og verið skítsama hingað til..
Alveg ótrúlegt hvernig þessi menning er varðandi suma hluti sem þarna eiga sér stað, hvað margt ljótt viðgengst eins og sýru árásir í andlit kvenna sem menn gjalda víst litlu fyrir og sjaldan gert nokkuð í en þetta kostar konurnar hrikalegar kvalir og ónýtt líf í skelfilegum aðstæðum þarna.
Þær eru bara hreinlega drepnar með köldu blóði og fjölskyldunnar eru með þessu að bregðast við skömminni vegna þess sem "þær" drýgðu þegar þeim var kannski nauðgað eða mysþyrmt eða hva se gert er...... Jibbi kræstur það er ekki í lagi með þetta fólk..ekki heil síða í þessu og maður er gersamlega orðlaus.
Ég hef ferðast um Indland tvisvar sinnum og gapað og glent augu misst kjálkana margoft niður á hné við það ofbeldi sem maður sér jafnvel að degi til á venjulegur verslunargötum eða á strætum hvar sem er.
Mannslífin eru oft lítils virði í þessum heimi.
![]() |
Fangar misþyrmdu einum hópnauðgaranna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.1.2013 | 17:38
Tattú í dag = krumpuð klessa á elliheimilinu
Þegar ég les um alla þessa tattóveruðu kvenmenn og kallmenn nú til dags get ekki varist því að hugsa til þess ef maður endar einn daginn sem einskis nýtt letidýr á elliheimili,maður mætir þá líklega kvenfólki sem er eins og gangandi málverk eða teiknimyndasögur en lystaverkin þá orðin litlaus líflaus og bylgjótt í krumpuhafi ellinnar og "fegurðin" þá orðin heldur döpur og ekki öfundsvert þá stundina grunar mig.
Hvað skyldu margir sjá eftir því seinna meir að hafa tattóverað sig svona í bak og fyrir með flennistórum myndum á musteri sálarinnar........
![]() |
Komin með undursamlegt húðflúr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2013 | 18:03
Heppinn að vera settur inn.
Ætli það sé ekki það besta og öruggasta fyrir aumingjann hann Karl Vigni að vera á bak við luktar dyr í fangelsi því líklega eru það margir sem vilja ná að sýna honum "hvar Davíð keypti ölið"og honum er varla vært nokkur staðar þessa dagana,margir myndu eflaust vera tilbúnir að ganga í skrokk á kallinum og losa hann við líftóruna með bros á vör ef þeim byðist það en það má víst ekki þótt hann hafi myrt marga sálina með sínum gjörðum síðustu 40-50 árin.
Líklegast er þessi maður mest hataða persóna landsins þessa dagana og verður það líklega langa lengi og varla að hann gangi óhultur um götur héðan í frá og .
![]() |
Karl Vignir í tveggja vikna varðhald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.1.2013 | 11:24
Óhugnarlegur fjöldi fórnarlamba !
Það er eitt sem hlýtur að liggja í augum uppi að þessi Kall Vignir Þorsteinsson hefur miklu fleiri fórnarlömb á samviskunni en 30-50 börn sem hann nefnir í viðtalinu enda er það í eðli fólks að vernda sjálfa sig og draga úr fjölda afbrota sem það fremur.
Brotatími Karls Vignis spannar 40-50 ár, miðað við það sem maður sá í viðtalinu þá var þetta engin "spari" hegðun hjá honum og stundum mörg börn á sama deginum sem hann sat með og þuklaði á og hvað sem honum datt í hug að gera, miðað við þetta mynstur þá hefur þetta ekki verið bara 1 barn að meðaltali á ári og fjarri því svo lágt segi ég.
Karl Vignir vann á fjölmörgum stofnunum sem voru með hópa af börnum og þroskaheftum ásamt öldruðum líka og guð má vita hvað hann hefur gert öllu þessum börnum og fólki á einn eða annan hátt. Greinilega ekkert sem var honum heilagt og hann níddist greinilega á öllum sem honum sýndist hvenær sem honum sýndist.
Setjum dæmið upp þannig miðað á 50 ára brotaferill ef það er eitt barn á mánuði þá er það 50x12 sem eru 600 börnum hvorki meira né minna, viðmælendur sögðu hann hafa marg misnotað sum börn og líklega í ára raðir sum þeirra dettur manni í hug því enginn var til að stoppa hann hvað sem hann gerði svo fjöldi brota og fórnarlamba skipta líklega hundruðum.
Ok,gefum Karli enn meiri sveigjanleika og reiknum, segjum að annan hvern mánuð að meðaltali hafi nýtt fórnarlamb komið til sögurnar þá eru þetta 300 börn og ef við förum í 1 barn fjórða hvern mánuð þá eru að 150 fórnarlömb,það er fáránlega hátt að hugsa sér en getur því miður verið mikklu meiri fjöldi.
Þó við breytum fjöldanum í nýtt fórnarlamb 2 svar á ári (sem mér þykir vera ólíklega lágt miðað frásagnir þolenda og miðað við hvað hann var aktívur og siðlaus )þá eru þetta 100 börn í heildina...sem sagt 100-600 börn sem ég tel möguleika á að hafi orðið fyrir manninum á þessu 50 ára tímabili.
Hvernig er þetta eiginlega hægt...... að komast upp með svona lagað í 40-50 ár ?????
Steingrímur Njálsson bókstaflega bliknar í samanburðinum og bara amatör miðað við þennan mann og þó hélt ég að Steingrímur Njálsson væri einn skæðasti barnapervert sem Ísland hefur alið af sér frá upphafi.
það er svo ótrúlegt og óhugarlegt að Karl Vignir hafi komist upp með þetta alla sina tíð að maður sýpur hveljur og er kjaftstopp. Þetta gerist innan Kirkjunnar og miklu fleiri stofnana að mér þætti full ástæða til að taka þáverandi yfirmenn og starfsmenn þessara stofnanna í yfirheyrslur og setja þá jafnvel í lygamæla því það er ekki glæta að fjölmargir af þeim starfsmönnunum hafi ekki vitað um þetta eða sterklega grunað að hann stundaði þetta en enginn lyft litla fingri.
Karl Vignir var orðinn umtalaður fyrir þetta á sumum þeim stöðum sem hann vann á eins og t.d. á Hótel Sögu þar sem börnin töluðum sín á milli um að passa sig á að lenda ekki með honum Karli afsíðis því þá myndi hann nota tækifærið og gera þeim eitthvern viðbjóð.
Er ekki kominn tími til að panta Rafmagnsstól frá Bandaríkjunum og taka hann í gagnið á svona menn,slökkva á Álverunum á meðan svo hann fái alla þá spennu líka óskerta og fuðri bókstaflega upp, hann venst þá líka hitanum í leiðinni sem hann fengi í næstu vistarverum.........í Helvíti.
![]() |
Þó ég sé skepna inn að beini |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2013 | 11:02
Sjóvá er siðlaust og treður á rétti viðskiptavina.
Það er eitt fyrirtæki sem er öðrum siðlausari og má ganga að því vísu að borgar ekki viðskiptavinum sínum tjón þótt það rigni eldi og brennisteini yfir þig og það standi í skilmálum"Trygging gegn eldi og brennisteini"
Þetta fyrirtæi heitir SJÓVÁ,betra að henda peningum fyrir svín en að tryggja hjá þeim.
Í síðasta máli sem ég lenti í við Sjóvá þá fékk ég algerlega nóg en þar var ég með tryggingu í gegnum kreditkortafyrirtæki og lenti í því að vera rændur á Spáni og fólkið var handtekið dæmt fyrir að ræna mig og dómskjöl sem sönnuðu það og þau fylgdu tjóna kröfunni hjá mér en Sjóvá neitaði að borga og notaði setninguna "sáust ekki merki um innbrot" en það sést auðvitað ekki þegar fólk er beitt ofbeldi við rán og rotað og rænt og þetta gerðist í vitna viðurvist og það kemur einnig fram í dómskjölum en samt neitar Sjóvá fullum hnefum.
Þessir hálfvitar sem ráða hjá Sjóvá nota allt kjaftæði sem þeir geta eða finna sem fyrirslátt til að borga ekki og jafnvel þótt fólkið hefði verið dæmt sekt fyrir rán á ferðamanni af viðurkenndum dómstóli á Spáni þá var það ekki nóg fyrir þetta aumingja tryggingarfyrirtæki sem ber nafnið Sjóvá.
á 30 árum hef ég lent í 3 tjónamálum gegn Sjóvá,alltaf hefur það verið stór vandamál og fuck merkið framan í mann óhikað og dómstóla leiðin það eina sem manni er boðið upp á.
Í því máli sem ég fór svo fyrir dóm sem var slysamál þar sem ég var farþegi í bíl þá gaf Sjóvá ekki undan fyrr en staðið var fyrir framan dómsalinn hérlendis, þá var allt í einu í lagi að hlaupa til míns lögfræðings og samþykkja mínar kröfur upp í topp því þeir vissu að dómstólar myndi dæma mér í hag því þetta var algerlega siðlaust og tómt kjaftæði semSjóvá notaði sem neitun og stóðs engin lög.
Þá loks vissu þeir að mér var alvara að fara alla leið og þeir vissu líka allan tímann að þeir höfðu beitt mig misrétti frá byrjun en vildu athuga hvort ég legði í að fara dómstóla leiðina sem fæstir gera vegna kostnaðar og allra vandamálana sem fylgja málferlum og þannig sleppa þeir í stóru mæli við að borga fólki tjónin sem það taldi sig vera vel tryggða fyrir.
En ég sendi Sjóvá líka bréf í kjölfarið á síðast máli sem þeir neituðu þegar ég var rændur á ferðalagi og sagði þeim að ég myndi leggja mig í lima að auglýsa þeirra verklag og framkomu gagnvart viðskiptavinum sínum, þótt líði ár og öld þá mun ég hvetja fólk látlaust til að koma aldrei nálægt Sjóvá sem er siðlaust og traðkar á viðskiptavinum ef þeir mögulega geta.
Ég er sannarlega búinn að kosta Sjóvá ófánan viðskiptavininn í gegnum árin og mun halda því ótrauður áfram eins lengi og mér endist æfi til,því fólk á ekki að leggja traust sitt og eignir undir hjá tryggingar fyrirtækjum sem svíkja viðskiptavini sína þegar ófyrirsjáanleg tjón gerast og fólk stendur þá oft uppi sem öreigar í kjölfarið.
Það er þekkt í viðskiptalífinu að 1 óánægður viðskiptavinur getur skemmt mikið fyrir fyrirtækjum með slæmu umtali sem eitrar út frá sér og hvað þá margir því ég veit að margir sem ég þekki hata Sjóvá eins og pestina, vona að þetta fyrirtæki fari norður og niður sem fyrst.
MUNIÐ !!!!!!!!!!! Aldrei Sjóvá!!! Aldrei Sjóvá!!! Aldrei Sjóvá!!! Aldrei sjóvá!!! Aldrei Sjóvá!!!
![]() |
Fá tjónið ekki bætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2012 | 17:41
Er verið að gera grín að almenningi með svona dómum?
Hverskonar bull og kjaftæði er í gangi alltaf hreint á Íslandi þegar kemur að því að dæma eitthverja sem eiga sök á því að fyrirtæki og almenningur tapaði tugum þúsunda milljóna ? Almenningnum blæðir fyrir þetta næstu áratugi og mörg hafa misst allt sitt í kjölfarið á þessum "mistökum" manna sem voru sko engin mistök heldur einfaldlega Mattador leikur þeirra hærra settu.
Þetta er nákvæmlega eins og Mannakorn söng um í laginu um "Þjóðarskútuna, "steldu nógu miklu og þá þeir semja við þig"
Þetta er ekkert annað en að gefa fingur framan í andlit í almennings og það er grátlegt að fólk sem fremur smá afbrotbrot það fær margfalt meiri dóma og fá að sitja inni mánuðum eða árum saman meðan þessir háu herrar fá þessa nokkru daga jafnvel unna af sér í samfélagsþjónustu þar sem þeir óhreinka örugglega ekki jakkafötin sín því það má ekki valda þeim neinum óþægindum þessum blessuðu"stórlöxunum"í fjármálakerfi okkar Íslendinga.
Þessir menn fá ekkert á baukinn eða svo mikið sem eitt "skamm" eða slegið á fingur þeirra fyrir að misnota aðstöðu sína svo glæpsamlega og úða þúsundum milljóna úr bankakerfinu út og suður án ábyrgða eða nokkurra trygginga eins og þetta séu glimmer skraut en ekki peningar sem verið er að henda í ruslið.
![]() |
Fengu níu mánaða dóm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Riddarinn
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar